Miðvörðurinn Harry Maguire er spenntur fyrir nýju keppnistímabili með Manchester United en hann var á dögunum valinn í sex manna leiðtogahóp liðsins.
Rauðu djöflarnir hafa ekki átt sérlega góðu gengi að fagna frá því að Maguire var keyptur til félagsins fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019.
Hann var fyrirliði Man Utd í fjögur ár en missti bandið svo til Bruno Fernandes sem er ennþá fyrirliði í dag. Maguire er þó enn álitinn sem leiðtogi í búningsklefanum.
Hann hefur mikla trú á Rúben Amorim þjálfara og nýju leikmönnunum sem United hefur keypt til sín í sumar. Matheus Cunha, Bryan Mbeumo og Benjamin Sesko eru allir komnir til félagsins og þá voru 50 milljónir punda notaðar í umfangsmiklar umbætur á æfingasvæðinu í Carrington.
Rauðu djöflarnir taka á móti Arsenal í klassískum úrvalsdeildarslag í fyrstu umferð á nýju tímabili og ríkir gríðarlega mikil eftirvænting fyrir viðureignina.
„Við erum að gera allt í okkar valdi til að ná árangri. Við vitum að síðustu ár hafa ekki verið nægilega góð en okkur líður eins og hérna séum við að fá tækifæri til að byrja upp á nýtt. Vonandi verður þetta góð byrjun á nýjum kafla fyrir félagið," sagði Maguire meðal annars sem gestur í hlaðvarpssþæti Rio Ferdinand.
„Strákarnir eru að leggja mikið á sig á æfingum og andrúmsloftið er virkilega gott. Við höfum allt til að ná árangri."
Man Utd átti mikið hörmungartímabil á síðustu leiktíð og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar með 42 stig. Liðið komst þó í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en tapaði þar fyrir Tottenham.
16.05.2025 11:00
Maguire: Næsta tímabil verður öðruvísi, félagið mun gera þetta rétt
Athugasemdir