Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Raspadori keyptur til Atlético (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænska stórveldið Atlético Madrid er búið að staðfesta félagaskipti Giacomo Raspadori.

Atlético borgar um 26 milljónir evra til að kaupa Raspadori úr röðum Ítalíumeistara Napoli.

Raspadori er mikill sigurvegari en hann hefur unnið ítölsku deildina tvisvar með Napoli og EM með ítalska landsliðinu einu sinni.

Hann er 25 ára gamall og gerir fimm ára samning við Atlético.

Raspadori, sem kom við sögu í 109 leikjum á þremur árum hjá Napoli, er með 9 mörk í 40 A-landsleikjum.

Hann mun berjast við Thiago Almada og Antoine Griezmann um byrjunarliðssæti hjá Atlético.

   09.08.2025 09:00
Atlético að kaupa Ítalíu- og Evrópumeistara



Athugasemdir
banner
banner