Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 11. ágúst 2025 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar fékk heiðarlegt svar frá sínum manni - „Flæktist bara um eigin fætur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á 64. mínútu leiks Vestra og Fram gerðu gestirnir úr Fram tilkall til vítaspyrnu. Brasilíumaðurinn Fred féll við inn á vítateig Vestra.

Þarna var staðan 1-2 fyrir Vestra en strax á næstu mínútu jafnaði Vestri leikinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var spurður út í atvikið sem textalýsirinn Guðmundur Jónasson lýsti svona:

„Fred sloppinn í gegn, reynir að taka boltann framhjá Guy Smit en Guy sýnist mér taka boltann en Fred fellur inn í teig og Fram vilja fá víti."

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  2 Fram

Rúnar var búinn að spyrja sinn leikmann út í atvikið og sagði Jóhann Inga Jónsson, dómara leiksins, hafa gert rétt með því að dæma ekki vítaspyrnu.

„Hárrétt ákvörðun hjá Jóhanni Inga, hann var alveg ofan í þessu. Ég er búinn að spyrja Fred út í þetta og hann var alveg heiðarlegur með það að þetta var ekki vítaspyrna. Það var annað hvort varnarmaðurinn eða Guy Smit sem komst í boltann áður en hann datt. Fred flæktist bara um eigin fætur," sagði Rúnar. Viðtalið má nálgast í spilaranum neðst.

Vestri kom til baka í leiknum og vann á endanum 3-2 sigur. Sá sigur kom liðinu upp fyrir Fram í deildinni.
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner