Í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöld verður seinni leikur Bröndby og Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur vann frækinn 3-0 sigur í fyrri leiknum.
Þrátt fyrir góða stöðu Víkings þá spáir fótboltasérfræðingurinn Peter Sörensen hjá Viaplay því að Bröndby muni svara með því að vinna stórsigur í seinni leiknum og komast áfram.
Þrátt fyrir góða stöðu Víkings þá spáir fótboltasérfræðingurinn Peter Sörensen hjá Viaplay því að Bröndby muni svara með því að vinna stórsigur í seinni leiknum og komast áfram.
„Þrátt fyrir skelfilega stöðu eftir fyrri leikinn þá tel ég að Bröndby muni samt komast áfram gegn Víkingi," segir Sörensen.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, telur að Bröndby hefði vanmetið Víking í fyrri leiknum.
„Ég býst við því að það hafi verið mikið vanmat hjá þeim. Við erum dálítið litla landið, ég býst við því að þeir héldu að þeir gætu labbað yfir okkur," sagði Sölvi við Fótbolta.net í síðustu viku.
Athugasemdir