Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja 100 milljónir til að selja Rodrygo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænska stórveldið Real Madrid er tilbúið til að selja brasilíska kantmanninn Rodrygo Goes í sumar ef nægilega gott tilboð berst.

Real er sagt vilja 100 milljónir evra til að selja Rodrygo sem hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Manchester City.

Rodrygo er 24 ára gamall og leikur sem hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað á vinstri kanti eða sem fremsti sóknarmaður.

Hann kom að 25 mörkum í 54 leikjum með Real á síðustu leiktíð en í heildina hefur hann spilað 270 leiki á sex árum í Madríd.

Rodrygo hefur auk þess skorað 7 mörk í 33 landsleikjum með Brasilíu.

   19.07.2025 12:30
Rodrygo fer ekki á neinu tombóluverði

Athugasemdir
banner
banner