Eins og greint hefur verið frá setti Tottenham sig í samband við Manchester City til að spyrjast fyrir um brasilíska kantmanninn Savinho.
Tottenham hafði hugsað sér að bjóða um 45 milljónir punda fyrir kantmanninn en Man City svaraði að hann sé ekki til sölu nema fyrir talsvert hærri upphæð.
City keypti leikmanninn til sín síðasta sumar og gaf hann 13 stoðsendingar í 48 leikjum á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Sky Sports greinir frá þessu og bætir við að City þurfi líklegast að fara aftur á leikmannamarkaðinn í sumar til að kaupa sér nýjan kantmann verði Savinho seldur.
10.08.2025 23:30
Tottenham og Man City í viðræðum um Savinho
Athugasemdir