Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham og Man City í viðræðum um Savinho
Mynd: EPA
Tottenham er í viðræðum við Man City um kaup á Savinho. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Savinho er opinn fyrir því að ganga til liðs við Tottenham ef félögin komast að samkomulagi um kaupverð.


Savinho er brasilískur vængmaður sem gekk til liðs við Man City frá Troyes í Frakklandi síðasta sumar. Hann spilaði 48 leiki, skoraði þrjú mörk og lagði upp 13 til viðbótar á síðustu leiktíð.

Hann kom að tveimur mörkum í 3. umferð riðlakeppninnar gegn Juventus á HM félagsliða í 5-2 sigri. Þá lagði hann upp mark í 3-0 sigri gegn Palermo í æfingaleik í gær.
Athugasemdir
banner