Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham blandar sér í kappið um Fernandes
Mynd: Southampton
West Ham United er að blanda sér í baráttuna um miðjumanninn Mateus Fernandes. The Guardian greinir frá.

Fernandes er 21 árs gamall Portúgali sem er verulega eftirsóttur eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann er samningsbundinn Southampton og var orðaður við Nottingham Forest í síðustu viku.

West Ham er að undirbúa tilboð í leikmanninn og segir í frétt Guardian að Hamrarnir ætli að gera Fernandes að sínu helsta skotmarki fyrir miðsvæðið.

Þeir hafa einnig verið að skoða miðjumenn á borð við Jacob Ramsey og Ngal'ayel Mukau en eru búnir að taka ákvörðun um að setja Fernandes í forgang.

Fernandes þykir gríðarlega efnilegur og hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Portúgal. Hann er uppalinn hjá Sporting CP og var keyptur til Southampton í fyrrasumar fyrir um það bil 15 milljónir punda.

Talið er að Southampton sé reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir rúmar 30 milljónir í sumar.

Graham Potter þjálfari West Ham telur það vera forgangsmál að fá nýjan miðjumann inn fyrir gluggalok.

   01.08.2025 13:55
Forest reynir við Mateus Fernandes

Athugasemdir
banner
banner