
Guðjón Bjarni nýráðinn Selfyssinga var mjög sáttur við stigið sem liðið fékk gegn ÞÓR/KA í dag. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli.
„Við erum mjög ánægð með vinnuframlagið í liðinu og eins við töluðum um eftir FH leikinn þá erum við að finna Selfoss-hjartað aftur og það sást bara í liðinu í dag. Við lögðum okkur allar í sölurnar í dag og þá skilaru allavega "clean sheet", þá er stig mögulegt úr því."
Selfyssingar hafa bætt leik sinni mikið síðustu vikur og tók Guðjón undir það.
„Stelpurnar eru að finna það hjá sér sjálfar að þær þurfa að leggja mun meira á sig en þær gerðu fyrir þetta, svo eru þær að berja lífi og trausti í hvora aðra og þá skilar það góðum úrslitum."
KR tapaði gegn ÍBV fyrr í dag og Selfyssingar náðu í stig. Það þýðir að Selfyssingar fara uppúr fallsæti á kostnað KR.
„Við sögðum við stelpurnar eftir leik að allir svona litlir liðssigrar, að ná að halda hreinu, að geta fengið stigið, það mun allt telja í endann. Það er búið að koma okkur uppúr fallsæti og að sjálfsögðu fögnum við því, en það er langur vegur eftir að halda sér í deildinni."
Athugasemdir