Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mið 11. september 2019 14:26
Elvar Geir Magnússon
Davíð Viðars: Tímabil FH verður dæmt af þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir komandi bikarúrslitaleik en Hafnarfjarðarliðið mætir Víkingi á Laugardalsvelli á laugardag.

Davíð segir engan feluleik á bak við það að tímabil FH verði dæmt af þessum leik.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur. Við eigum engan séns á að vinna Íslandsmótið og það má segja að þessi leikur muni skilgreina tímabilið hjá okkur. Það þýðir ekkert að fela það," segir Davíð.

„Frá því að velgengnin byrjaði hjá FH þá höfum við farið þrisvar í úrslitaleikinn og unnið tvisvar. Þetta hefur ekki alveg verið okkar keppni miðað við velgengnina en það er ótrúlega gaman að komast í þennan leik. Við þurfum að sjá til þess að við njótum þess meira en þegar við komumst hingað 2017 og vorum bara lélegir."

Davíð er þar að tala um úrslitaleik gegn ÍBV þar sem FH-ingar náðu sér engan veginn á strik og Eyjamenn sigldu heim með bikarinn.

Davíð hrósar Víkingum og því sem Arnar Gunnlaugsson hefur gert með liðið.

„Þetta er virkilega vel spilandi lið og gaman að sjá hvað Arnar er búinn að gera þarna. Hann hefur fengið bæði efnilega og mjög góða leikmenn. Ég lít á Víking sem eitt besta lið deildarinnar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu Víkingsliði en erum óhræddir við að segja það að við ætlum að vinna þennan leik," segir Davíð en hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Hvernig fer Breiðablik - Valur á mánudag?
Athugasemdir
banner
banner