Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 11. september 2020 20:39
Aksentije Milisic
Championship: Watford vann opnunarleikinn
Watford 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Craig Cathcart ('11 )

Watford og Middlesbrough mættust í kvöld í opnunarleiknum í ensku Championship deildinni. Watford féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Leikurinn fór fram á tómum Vicarage Road leikvangnum.

Craig Cathcart kom heimamönnum yfir með skallamarki á 11. mínútu eftir sendingu frá Ken Sema. Þetta reyndist vera sigurmarkið og Watford byrjar á sigurbraut.

Deildin heldur áfram á morgun en þá fara fram ellefu leikir og hefjast tveir af þeim klukkan 11:30 en restin klukkan 14.


Athugasemdir
banner