Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. september 2020 18:42
Aksentije Milisic
Sancho í vandræðum með svefn - Spilar mikið Call of Duty
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, hefur viðurkennt það að hann sé stundum seinn á æfingar því hann eigi í vandræðum með svefn.

Þessi tvítugi leikmaður hefur verið settur á tréverkið fyrir það að mæta seint á æfingar og fundi en það gerðist síðast í nóvember á síðasta ári.

Sancho hefur mikið verið orðaður við Manchester United og talið er að United bindur enn vonir við að fá leikmanninn. Sancho spilar tölvuleikinn Call of Duty með nokkrum leikmönnum Man Utd.

„Í Þýskalandi eru hlutir sem ég þarf að laga hjá mér," sagði Sancho .

„Þetta eru litlir hlutir, þar sem ég þarf að sýna meiri fagmennsku og koma þessum hlutum í lag. Ég er að vinna í þessu með félaginu mínu og hægt og rólega eru hlutirnir að verða betri."

„Ég er stundum seinn á æfingar og það er vegna þess að ég er í vandræðum með svefn. Fólk segir að ég sé mjög þroskaður miðað við aldurinn minn."

Jesse Lingard, leikmaður Man Utd, sagði frá því í síðasta mánuði að Sancho spili tölvuleikinn Call of Duty mjög reglulega með nokkrum leikmönnum United. Hann sagði að menn væru mjög háðir þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner