Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 11. september 2022 16:28
Brynjar Ingi Erluson
Lennon eini útlendingurinn í 100 marka klúbbnum
Steven Lennon er kominn í 100 marka klúbbinn
Steven Lennon er kominn í 100 marka klúbbinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skoski framherjinn Steven Lennon skoraði í dag 100. mark sitt í efstu deild er hann hjálpaði FH að vinna 6-1 stórsigur á ÍA á Kaplakrika velli. Hann er eini útlendingurinn í sögu efstu deildar sem hefur komist í 100 marka klúbbinn.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

Lennon kom til Íslands fyrir ellefu árum og spilaði þá fyrst með Fram en hann skoraði 13 mörk í efstu deild á þremur tímabilum sínum þar áður en hann fór í FH.

Skotinn hefur gert frábæra hluti á tíma sínum í Hafnarfirði en þrisvar sinnum hefur hann skorað tíu mörk eða meira í deildinni.

Hann gerði 15 mörk í deildinni árið 2017 og endaði þá annar markahæstur er FH hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Tveimur árum síðar gerði hann 13 mörk og var aftur annar markahæsti leikmaðurinn og aftur hafnaði FH í 3. sæti.

Lennon var að eiga sitt besta tímabil fyrir FH fyrir tveimur árum áður en deildin var flautuð af. Hann hafði skorað 17 mörk í 18 deildarleikjum og var markahæsti maður deildarinnar. Hann var að stefna á markametið en eins og áður segir var deildin flautuð vegna Covid-19.

Í dag náði hann merkum áfanga er hann gerði fimmta mark FH í 6-1 sigrinum á ÍA. Þetta var 100. mark hans í efstu deild og er hann eini útlendingurinn til að ná þessum áfanga.

Aðeins fjórir aðrir hafa náð þessum áfanga í deildinni. Tryggvi Guðmundsson, Ingi Björn Albertsson, Atli VIðar Björnsson og Guðmundur Steinsson. Öflugur klúbbur.


Athugasemdir
banner
banner
banner