Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. september 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Spilað í neðri deildunum á þriðjudag
Stefnt er að því að spila í League One um helgina ásamt fleiri deildum
Stefnt er að því að spila í League One um helgina ásamt fleiri deildum
Mynd: Getty Images
Neðri deildirnar á Englandi fara aftur af stað á þriðjudag en þetta kemur fram á Sky Sports.

Öllum fótboltaleikjum var frestað um helgina vegna andláts Elísabetar Bretadrottningu, sem lést 96 ára að aldri, á þriðjudag.

Breska ríkisstjórnin setti ekkert bann á íþróttaviðburði um helgina, heldur var það í höndum fótboltayfirvalda.

Enska úrvalsdeildin sendi frá sér tilkynningu á föstudag og greindi þar frá því að umferðin færi ekki fram þessa helgina, eitthvað sem hefur fengið mikla gagnrýni, en ástæðan var sú að stuðningsmenn félaga gætu eyðilagt annars fallegan gjörning með níðsöngvum.

Sky Sports greinir frá því að neðri deildirnar á Englandi fari aftur af stað á þriðjudag. Það eru þó líkur á því að einhverjum leikjum verði frestað vegna skorts mannafli frá lögreglunni.

Elísabet verður borin til grafar mánudaginn 19. september klukkan 12 á íslenskum tíma, en enska úrvalsdeildin hefur ekkert gefið upp hvort það verði spilað eða ekki um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner