„Þetta var mjög stuttur fyrirvari. Þetta gerðist á einhverjum 2-3 dögum eða eitthvað," sagði Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal og U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.
„Þetta c og þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Mér fannst þetta alveg smá erfitt, að fá tvo eða þrjá daga til að kveðja alla. Það var erfitt fannst mér."
„Þetta c og þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Mér fannst þetta alveg smá erfitt, að fá tvo eða þrjá daga til að kveðja alla. Það var erfitt fannst mér."
Óskar var elskaður í Árbænum og var sérstaklega vinsæll hjá ungu kynslóðinni í Fylki.
„Ég var búinn að vera í Fylki í 15 ár, búinn að æfa þarna síðan ég var fimm ára. Það var mjög erfitt að kveðja Fylki og sérstaklega á miðju tímabili."
Hvað var það sem heillaði við Sogndal?
„Félagið er með tvo Íslendinga í Valda og Jónatan sem eru búnir að taka mjög vel á móti mér. Þeir spila mjög góðan fótbolta og eru í góðum möguleika á að komast upp í norsku úrvalsdeildina. Þjálfarinn, Tore Andre Flo, mér líst mjög vel á hann. Mér leist mjög vel á þetta og þetta er búið að vera mjög gaman."
Tore Andre Flo spilaði með Chelsea á sínum ferli. „Það er ótrúlega gaman að vita að hann var í Chelsea í fjögur ár. Maður lítur ótrúlega mikið upp til hans og það er geggjað að hann sé þjálfari manns."
Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson eru einnig á mála hjá félaginu en Óskar segir að sé gott að hafa þá til staðar. „Ég er að flytja í fyrsta skipti til útlanda frá fjölskyldunni og vinum. Þeir tóku ótrúlega vel á móti mér og eru búnir að vera mamma mín og pabbi þarna úti, svona eiginlega."
Þetta er ógeðslega gaman
Óskar, sem hafði spilað frábærlega með Fylki í sumar, er núna í U21 landsliðinu fyrir fyrsta leik í undankeppni EM gegn Tékklandi. Hann er spenntur fyrir verkefninu.
„Það er ógeðslega gaman að vera hérna með strákunum og sérstaklega hérna á Íslandi, að koma heim í smá," sagði Óskar. „Ég er búinn að sakna Íslands smá. Þetta er ógeðslega gaman."
„Við spiluðum mjög vel á móti Finnlandi og við ætluðum að gera nákvæmlega eins á móti Tékklandi. Við ætlum að gera þetta fyrir Ísland."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir