Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mán 07. júlí 2025 23:58
Sölvi Haraldsson
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson.
Haraldur Freyr Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gífurlega erfiðar aðstæður og erfiður völlur að koma á, bara gríðarlega ánægður með sigurinn, þrjú stig og náum að tengja saman sigra sem er jákvætt. Mótið er hálfnað og nóg eftir, áfram gakk.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigur á Grindavík í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Keflavík

Það var sterkt fyrir Keflavík að koma til baka eftir að hafa lent undir en Halli var ánægður með það.

„Þegar þeir komast fannst mér það algjörlega gegn gangi leiksins, við vorum búnir að vera ofan á. Við töluðum um það að halda áfram. Mér fannst við svara þessu vel, við höldum ró okkar, fáum fullt af góðum stöðum til að krossa og skjóta á markið. Við erum með 2-1 stöðu í seinni hálfleik með vindinn í bakið og klárum leikinn vel.“

Halla fannst Keflavíkurliðið vera betri aðilinn allan leikinn.

„Mér fannst við betri í fyrri og seinni hálfleik hvort sem það er með eða á móti vindi en það getur verið trikkí líka að spila með svona mikinn vind sérstaklega á móti þeim sem liggja mikið niðri og beita skyndisóknum þeir náðu því tvisvar þrisvar en heilt yfir fannst mér við vera með þennan leik frá A til Ö.“

Keflavíkurliðið hefur verið mikið gagnrýnt í seinustu leikjum en þeir hafa nú náð að tengja saman tvo sigra og skora 7 mörk í þeim leikjum gegn Selfoss og Grindavík.

„Það gefur okkur helling að vinna leiki. Það er stórmunur á því að vinna og tapa. Sigurinn nærir. Það eru komnir tveir í röð núna. Við eigum Þrótt úti núna á föstudaginn og við ætlum að sjá hvort við getum unnið þrjá leiki í röð.“

Næsti leikur er gífurlega stór hjá Keflavík þegar þeir fara í Laugardalinn og mæta Þrótti R. í stórleik og geta hefnt sín eftir seinasta leik gegn Þrótti R.

„Ég er svosem ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt. Allir leikir eru mikilvægir og mótið er rétt hálfnað og það er nóg af stigum í pottinum. Við verðum að einbeita okkur að næsta leik og taka stöðuna eftir það.“

Viðtalið við Harald má finna í spilaranum í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner