
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Sviss eftir tap gegn heimakonum í gær. Liðið á eftir að spila einn leik við Noreg á mótinu en úrslitin í þeim leik munu engin áhrif hafa á niðurstöðuna.
Ísland tapaði fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi og er tölfræðin ekki góð fyrir íslenska liðið þegar horft er í árangurinn á stórmótum.
Ísland tapaði fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi og er tölfræðin ekki góð fyrir íslenska liðið þegar horft er í árangurinn á stórmótum.
Íslenska kvennalandsliðið er núna á sínu fimmta Evrópumóti en á þeim mótum hefur liðinu aðeins tekist að vinna einn leik. Það gerðist í Svíþjóð fyrir tólf árum síðan er Dagný Brynjarsdóttir gerði sigurmarkið gegn Hollandi. Alls er árangurinn svona:
15 leikir
1 sigur
4 jafntefli
10 töp
7 mörk skoruð og 25 fengin á sig
Einu sinni höfum við farið upp úr riðlinum og það er ekki að fara að breytast núna þó markmiðið hafi verið að gera það.
Athugasemdir