Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   mán 07. júlí 2025 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ég er með samning áfram
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er erfitt, þungt. Það var þungt þegar við komum upp á hótel, í morgun og allt svoleiðis. Það tekur tíma að jafna sig og við þurfum að gefa leikmönnum og fólki í kringum andrými til að taka þetta inn," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland er úr leik á EM eftir 0-2 tap gegn heimakonum í Sviss í gær. Liðið náði ekki markmiðum sínum og er með núll stig eftir tvo leiki.

„Það var margt jákvætt í þessum leik í en fótbolti snýst um að skora mörk."

Hvernig var að fara inn í klefa eftir leik og tala við stelpurnar?

„Þetta er erfitt. Þegar þú setur þér háleit markmið þá getur brugðið til beggja vona. Auðvitað er það þungt að vera í þeirri stöðu að ná ekki markmiðum þínum. Það er alltaf erfitt, en lífið heldur áfram. Við eigum einn leik eftir í mótinu og við þurfum að gjöra svo vel að koma okkur í standa fyrir hann."

Þorsteinn segir enga stóra eftirsjá í þessum tveimur leikjum sem búnir eru, en það séu hlutir sem hann skoði hjá sjálfum sér sem hann hefði getað gert betur.

Annað hef ég ekkert hugsað um
Núna er leikur við Noreg eftir nokkra daga og svo tekur ný undankeppni fyrir HM við. Er Þorsteinn farinn að leiða hugann að framtíðinni?

„Nei, ekki neitt. Ég er bara að hugsa um Noreg næst og að klára þetta. Hrista þennan leik úr okkur og svo er Noregur næst. Annað hef ég ekkert hugsað um."

Það hefur myndast umræða um framtíð Steina með liðið. Hann er samning út næstu undankeppni en hann fékk þann samning fyrir EM í Englandi sem var fyrir þremur árum. Hann var spurður að því í viðtalinu hvort hann vilji halda áfram með liðið eftir þetta mót.

„Ég er með samning áfram. Svo setjumst við niður og tökum einhverja ákvörðun með það ef til þess kemur. En eins og ég segi, þá er ég ekkert að spá í það," sagði Steini.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner