Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   mán 07. júlí 2025 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ég er með samning áfram
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er erfitt, þungt. Það var þungt þegar við komum upp á hótel, í morgun og allt svoleiðis. Það tekur tíma að jafna sig og við þurfum að gefa leikmönnum og fólki í kringum andrými til að taka þetta inn," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland er úr leik á EM eftir 0-2 tap gegn heimakonum í Sviss í gær. Liðið náði ekki markmiðum sínum og er með núll stig eftir tvo leiki.

„Það var margt jákvætt í þessum leik í en fótbolti snýst um að skora mörk."

Hvernig var að fara inn í klefa eftir leik og tala við stelpurnar?

„Þetta er erfitt. Þegar þú setur þér háleit markmið þá getur brugðið til beggja vona. Auðvitað er það þungt að vera í þeirri stöðu að ná ekki markmiðum þínum. Það er alltaf erfitt, en lífið heldur áfram. Við eigum einn leik eftir í mótinu og við þurfum að gjöra svo vel að koma okkur í standa fyrir hann."

Þorsteinn segir enga stóra eftirsjá í þessum tveimur leikjum sem búnir eru, en það séu hlutir sem hann skoði hjá sjálfum sér sem hann hefði getað gert betur.

Annað hef ég ekkert hugsað um
Núna er leikur við Noreg eftir nokkra daga og svo tekur ný undankeppni fyrir HM við. Er Þorsteinn farinn að leiða hugann að framtíðinni?

„Nei, ekki neitt. Ég er bara að hugsa um Noreg næst og að klára þetta. Hrista þennan leik úr okkur og svo er Noregur næst. Annað hef ég ekkert hugsað um."

Það hefur myndast umræða um framtíð Steina með liðið. Hann er samning út næstu undankeppni en hann fékk þann samning fyrir EM í Englandi sem var fyrir þremur árum. Hann var spurður að því í viðtalinu hvort hann vilji halda áfram með liðið eftir þetta mót.

„Ég er með samning áfram. Svo setjumst við niður og tökum einhverja ákvörðun með það ef til þess kemur. En eins og ég segi, þá er ég ekkert að spá í það," sagði Steini.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir