Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   mán 07. júlí 2025 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ég er með samning áfram
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er erfitt, þungt. Það var þungt þegar við komum upp á hótel, í morgun og allt svoleiðis. Það tekur tíma að jafna sig og við þurfum að gefa leikmönnum og fólki í kringum andrými til að taka þetta inn," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland er úr leik á EM eftir 0-2 tap gegn heimakonum í Sviss í gær. Liðið náði ekki markmiðum sínum og er með núll stig eftir tvo leiki.

„Það var margt jákvætt í þessum leik í en fótbolti snýst um að skora mörk."

Hvernig var að fara inn í klefa eftir leik og tala við stelpurnar?

„Þetta er erfitt. Þegar þú setur þér háleit markmið þá getur brugðið til beggja vona. Auðvitað er það þungt að vera í þeirri stöðu að ná ekki markmiðum þínum. Það er alltaf erfitt, en lífið heldur áfram. Við eigum einn leik eftir í mótinu og við þurfum að gjöra svo vel að koma okkur í standa fyrir hann."

Þorsteinn segir enga stóra eftirsjá í þessum tveimur leikjum sem búnir eru, en það séu hlutir sem hann skoði hjá sjálfum sér sem hann hefði getað gert betur.

Annað hef ég ekkert hugsað um
Núna er leikur við Noreg eftir nokkra daga og svo tekur ný undankeppni fyrir HM við. Er Þorsteinn farinn að leiða hugann að framtíðinni?

„Nei, ekki neitt. Ég er bara að hugsa um Noreg næst og að klára þetta. Hrista þennan leik úr okkur og svo er Noregur næst. Annað hef ég ekkert hugsað um."

Það hefur myndast umræða um framtíð Steina með liðið. Hann er samning út næstu undankeppni en hann fékk þann samning fyrir EM í Englandi sem var fyrir þremur árum. Hann var spurður að því í viðtalinu hvort hann vilji halda áfram með liðið eftir þetta mót.

„Ég er með samning áfram. Svo setjumst við niður og tökum einhverja ákvörðun með það ef til þess kemur. En eins og ég segi, þá er ég ekkert að spá í það," sagði Steini.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir