Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   mán 07. júlí 2025 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ég er með samning áfram
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er erfitt, þungt. Það var þungt þegar við komum upp á hótel, í morgun og allt svoleiðis. Það tekur tíma að jafna sig og við þurfum að gefa leikmönnum og fólki í kringum andrými til að taka þetta inn," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland er úr leik á EM eftir 0-2 tap gegn heimakonum í Sviss í gær. Liðið náði ekki markmiðum sínum og er með núll stig eftir tvo leiki.

„Það var margt jákvætt í þessum leik í en fótbolti snýst um að skora mörk."

Hvernig var að fara inn í klefa eftir leik og tala við stelpurnar?

„Þetta er erfitt. Þegar þú setur þér háleit markmið þá getur brugðið til beggja vona. Auðvitað er það þungt að vera í þeirri stöðu að ná ekki markmiðum þínum. Það er alltaf erfitt, en lífið heldur áfram. Við eigum einn leik eftir í mótinu og við þurfum að gjöra svo vel að koma okkur í standa fyrir hann."

Þorsteinn segir enga stóra eftirsjá í þessum tveimur leikjum sem búnir eru, en það séu hlutir sem hann skoði hjá sjálfum sér sem hann hefði getað gert betur.

Annað hef ég ekkert hugsað um
Núna er leikur við Noreg eftir nokkra daga og svo tekur ný undankeppni fyrir HM við. Er Þorsteinn farinn að leiða hugann að framtíðinni?

„Nei, ekki neitt. Ég er bara að hugsa um Noreg næst og að klára þetta. Hrista þennan leik úr okkur og svo er Noregur næst. Annað hef ég ekkert hugsað um."

Það hefur myndast umræða um framtíð Steina með liðið. Hann er samning út næstu undankeppni en hann fékk þann samning fyrir EM í Englandi sem var fyrir þremur árum. Hann var spurður að því í viðtalinu hvort hann vilji halda áfram með liðið eftir þetta mót.

„Ég er með samning áfram. Svo setjumst við niður og tökum einhverja ákvörðun með það ef til þess kemur. En eins og ég segi, þá er ég ekkert að spá í það," sagði Steini.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner