Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið KR og KA: Fyrirliðinn snýr aftur en Viðar Örn ekki í hóp
Ívar Örn tók út leikbann í síðasta leik
Ívar Örn tók út leikbann í síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn er ekki í hópnum hjá KA
Viðar Örn er ekki í hópnum hjá KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og KA mætast í 14. umferð Bestu deildar karla á AVIS-vellinum í Laugardal klukkan 16:00 í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 KA

KR-ingar komu sér aftur á sigurbraut í síðustu umferð en KA hefur tapað þremur deildarleikjum í röð.

Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir engar stórkostlegar breytingar á liði KR-inga. Eina breytingar er að Júlíus Mar Júlíusson dettur út og inn kemur Gyrðir Hrafn Guðbrandsson.

Tvær breytingar eru gerðar á liði KA. Fyrirliðinn Ívar Örn Árnason snýr aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann og þá kemur Ingimar Torbjörnsson Stöle inn fyrir Birgi Baldvinsson. Dagur Ingi Valsson dettur á bekkinn.

Viðar Örn Kjartansson er ekki í hópnum hjá KA í dag. Hann hefur átt erfitt uppdráttar með KA á tímabilinu og ekki enn skorað mark, en hann hefur verið orðaður við heimkomu á Selfoss.

Akureyringar eru í næst neðsta sæti með 12 stig en KR-ingar í 8. sæti með 16 stig.
Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Guðmundur Andri Tryggvason
11. Aron Sigurðarson (f)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
16. Matthias Præst
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið KA:
12. William Tönning (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
8. Marcel Ibsen Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 13 6 2 5 24 - 24 0 20
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
8.    KR 14 4 4 6 35 - 36 -1 16
9.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
10.    KA 14 4 3 7 14 - 26 -12 15
11.    FH 13 4 2 7 19 - 19 0 14
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir
banner