Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   mán 07. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Icelandair
EM KVK 2025
Áslaug Munda eftir leikinn í gær.
Áslaug Munda eftir leikinn í gær.
Mynd: EPA
Frá síðasta Evrópumóti.
Frá síðasta Evrópumóti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara mjög erfitt. Maður er ekki búinn að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það," sagði landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir aðspurð að því hvernig hefði gengið að vinna úr tapinu gegn Sviss á EM í gær. Ísland er úr leik á mótinu eftir tapið þegar ein umferð er eftir af riðlinum.

„Maður verður bara að mæta í næsta leik til að vinna hann."

Leikurinn í gær var betri en gegn Finnlandi en hann datt Sviss megin, því miður.

„Við hefðum getað unnið þetta en 0-2 er frekar ósanngjarnt," sagði Munda en það er erfitt fyrir liðið að ná ekki því markmiði að komast upp úr riðlinum.

„Það voru allir frekar tómir og búnir á því. Fólk vill halda andliti, fyrir þjóðina og stuðningsmennina sem komu, en þetta er erfitt. Svona er fótboltinn."

Áslaug Munda var að glíma við meiðsli fyrir mót og segir hún að það hafi verið skemmtilegt að taka þátt í þessu.

„Það munaði ekki miklu að ég væri ekki í þessum hóp vegna meiðsla. Ég er búin að reyna að njóta þess að vera hér með stelpunum og þetta hefur verið gaman, en það er auðvitað leiðinlegt að hafa ekki neitt til að fagna yfir. Við höfum ekki skorað nein mörk og ekki fengið nein stig. Maður er að reyna að byggja sig upp en þetta gengur ekki alveg með okkur," sagði Áslaug Munda.

Það er einn leikur eftir á móti Noregi.

„Dagurinn í dag... fólk ætlar að ná þessum leik út úr sér. Svo er fókus á næsta leik því við ætlum að vinna hann og fara heim með eitthvað allavega," sagði þessi öflugi leikmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner