„Þetta var frábær fótboltaleikur og mikill hraði, ég er virkilega ánægður með liðið, segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla, eftir 1-1 jafntefli gegn FH í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Stjarnan
Leikurinn var mikill skemmtun þar sem bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk.
„Við vorum aggresívir, öflugir og sköpuðum góð færi. Það vantaði upp á að klára færin en ef hugarfarið er svona þá fellur þetta með okkur í næstu leikjum."
„FH er gott lið og með frábæran þjálfara og það vissum við. Það koma samt kaflar í leiknum þar sem við sköpum afgerandi færi en Matti (Mathias Rosenörn) átti frábæran leik hjá þeim. Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi."
Samúel Kári Friðjónsson var studdur meiddur af velli í dag en Emil Atlason, helsti markaskorari Stjörnumanna, meiddist í seinasta leik.
„Við eigum eftir að fá skýrari mynd af því sem er að hrjá Emil. Ég veit ekkert um stöðuna á Samma."
Helgi Mikael Jónsson dæmdi hvoru liði eina vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og eru báðir dómarar nokkuð umdeildir.
„Ég er sammála vítinu okkar og ósammála vítinu sem þeir fengu."
Athugasemdir