
„Þetta er búið að vera æðislegt þó fyrsti leikurinn hafi ekki farið nægilega vel," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu, í viðtali við Fótbolta.net í Sviss í dag.
Fyrsti leikurinn gegn Finnlandi fór ekki nægilega vel en það er næsti leikur gegn Sviss í kvöld.
Fyrsti leikurinn gegn Finnlandi fór ekki nægilega vel en það er næsti leikur gegn Sviss í kvöld.
„Það var svolítið stress og vantaði betri frammistöðu, en ég hef ekki trú á öðru en að þetta komi í dag."
Karólína Lea er á sínu öðru stórmóti með landsliðinu. Þú hlýtur að vera gríðarlega stoltur af henni?
„Já, svo sannarlega. Það er beðið eftir þessu, bæði hjá henni og allri fjölskyldunni. Það er mikil vinna sem er verið að leggja í undirbúninginn fyrir svona mót en þetta er algjörlega þess virði. Við vonum að úrslitin detti í dag."
„Þetta er eitthvað sem maður fann nokkuð fljótt hjá henni þegar hún var yngri, að það var eitthvað stærra að fara að gerast. Hún hafði einhverja áru yfir sér. Það var mikill metnaður og ofsalega einbeiting. Líka smá ró sem fleiri leikmenn mættu hafa," sagði Vilhjálmur.
Allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem Vilhjálmur ræðir meðal annars skref Karólínu til Inter á Ítalíu.
Athugasemdir