Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 06. júlí 2025 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Icelandair
EM KVK 2025
Vilhjálmur Kári Haraldsson, pabbi Karólínu Leu.
Vilhjálmur Kári Haraldsson, pabbi Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
„Þetta er búið að vera æðislegt þó fyrsti leikurinn hafi ekki farið nægilega vel," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu, í viðtali við Fótbolta.net í Sviss í dag.

Fyrsti leikurinn gegn Finnlandi fór ekki nægilega vel en það er næsti leikur gegn Sviss í kvöld.

„Það var svolítið stress og vantaði betri frammistöðu, en ég hef ekki trú á öðru en að þetta komi í dag."

Karólína Lea er á sínu öðru stórmóti með landsliðinu. Þú hlýtur að vera gríðarlega stoltur af henni?

„Já, svo sannarlega. Það er beðið eftir þessu, bæði hjá henni og allri fjölskyldunni. Það er mikil vinna sem er verið að leggja í undirbúninginn fyrir svona mót en þetta er algjörlega þess virði. Við vonum að úrslitin detti í dag."

„Þetta er eitthvað sem maður fann nokkuð fljótt hjá henni þegar hún var yngri, að það var eitthvað stærra að fara að gerast. Hún hafði einhverja áru yfir sér. Það var mikill metnaður og ofsalega einbeiting. Líka smá ró sem fleiri leikmenn mættu hafa," sagði Vilhjálmur.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem Vilhjálmur ræðir meðal annars skref Karólínu til Inter á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner