Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   sun 06. júlí 2025 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Icelandair
EM KVK 2025
Vilhjálmur Kári Haraldsson, pabbi Karólínu Leu.
Vilhjálmur Kári Haraldsson, pabbi Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
„Þetta er búið að vera æðislegt þó fyrsti leikurinn hafi ekki farið nægilega vel," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu, í viðtali við Fótbolta.net í Sviss í dag.

Fyrsti leikurinn gegn Finnlandi fór ekki nægilega vel en það er næsti leikur gegn Sviss í kvöld.

„Það var svolítið stress og vantaði betri frammistöðu, en ég hef ekki trú á öðru en að þetta komi í dag."

Karólína Lea er á sínu öðru stórmóti með landsliðinu. Þú hlýtur að vera gríðarlega stoltur af henni?

„Já, svo sannarlega. Það er beðið eftir þessu, bæði hjá henni og allri fjölskyldunni. Það er mikil vinna sem er verið að leggja í undirbúninginn fyrir svona mót en þetta er algjörlega þess virði. Við vonum að úrslitin detti í dag."

„Þetta er eitthvað sem maður fann nokkuð fljótt hjá henni þegar hún var yngri, að það var eitthvað stærra að fara að gerast. Hún hafði einhverja áru yfir sér. Það var mikill metnaður og ofsalega einbeiting. Líka smá ró sem fleiri leikmenn mættu hafa," sagði Vilhjálmur.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem Vilhjálmur ræðir meðal annars skref Karólínu til Inter á Ítalíu.
Athugasemdir