Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 13:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már sagður á blaði serbnesku meistaranna
Mynd: NAC Breda
Mynd: NAC Breda
Á dögunum var Elías Már Ómarsson orðaður við serbneska stórliðið Rauðu Stjörnuna í Belgrad. Red Star hefur unnið tvennuna í Serbíu síðustu fimm ár.

Í umfjöllun Sportissimo var Bruno Duarte, framherji Red Star, orðaður við Tigres í Mexíkó og Elías Már sagður á blaði serbnesku meistaranna sem mögulegur kostur í hans stað.

Elías, sem er þrítugur framherji, er án félags eftir að samningur hans við NAC Breda í Hollandi var ekki framlengdur.

Elías átti gott tímabil með NAC, var markahæstur í liðinu sem hélt sæti sínu í hollensku úrvalsdeildinni.

Í sömu umfjöllun er Keflvíkingurinn orðaður við Watford í ensku Championship deildinni.
Athugasemdir