Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele og Mbappe minntust Jota í fagnaðarlátunum
Mynd: EPA
Fótboltaheimurinn syrgir Portúgalann Diogo Jota eftir að hann lést í bílslysi ásamt bróður sínum Andre Silva aðfaranótt fimmtudags.

Leikmenn á Íslandi hafa tekið upp á því að fagna að hætti Jota og það hafa menn einnig gert í heimsfótboltanum.

PSG er komið áfram á HM félagsliða eftir sigur á Bayern í gær. Ousmane Dembele innsiglaði sigur liðsins með því að skora annað mark liðsins í blálokin en þá voru leikmenn PSG tveimur mönnum færri.

Dembele fagnaði því með því að setjast niður og þykjast vera í Playstation. Jota var þekktur fyrir að vera mikill tölvuleikjaspilari og hann fagnaði með þessum hætti reglulega.

Kylian Mbappe skoraði í ótrúlegum 3-2 sigri Real Madrid gegn Dortmund en hann fagnaði með því að sína tvo fingur á annari hendi og núll á hinni. Þar vitnaði hann í treyjunúmer Jota hjá Liverpool sem var 20 en Liverpool mun ekki nota það númer í framtíðinni til heiðurs Jota.


Athugasemdir
banner