Fjölmiðlar í Portúgal og á Englandi eru sammála um að sænska markavélin Viktor Gyökeres virðist vera á leið til Arsenal.
Gyökeres er ósáttur hjá Sporting eftir að stjórnendur félagsins sviku heiðursmannasamkomulag sem þeir höfðu gert við hann. Samkomulagið snerist um að leikmaðurinn yrði seldur fyrir minni pening en söluákvæðið hans segir til um, en það var ekki virt þegar Arsenal reyndi að festa kaup á framherjanum fyrr í sumar.
Arsenal er tilbúið til að leggja fram endurbætt tilboð í Gyökeres og bendir allt til þess að félagaskiptin muni ganga í gegn.
Gyökeres verður ánægður að skipta um félag enda eru rifrildi hans við Sporting orðin nokkuð heiftarleg, þar sem lögsóknum hefur verið hótað á báða bóga.
Gyökeres neitar að mæta til æfinga hjá Sporting og er búinn að pakka í töskur til að flytja burt frá Portúgal.
06.07.2025 11:42
Segja að Arsenal sé að ganga frá kaupum á Gyökeres
Athugasemdir