Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   sun 06. júlí 2025 19:37
Alexander Tonini
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Óskar Hrafn á hliðarlínunni í dag.
Óskar Hrafn á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei það fannst mér nú ekki. Auðvitað er það þannig að það eru margar leiðir til að vinna og nálgast fótboltaleiki. Ég sá tvær gjörólíkar leiðir og mér fannst KA menn ekki gera nægilega mikið til þess að fá eitthvað út úr þessum leik.
Við þurfum að taka ábyrgð á því að þeir þurftu ekki að gera meira, þar liggur okkar ábyrgð"
, sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir tapið, þegar hann var spurður út í sanngirni úrslitanna.

KR missti af gullnu tækifæri til að skjóta sér upp í efri hluta töflunnar – sigur hefði tryggt þeim 6. sæti, sama hvernig önnur úrslit hefðu fallið. Það gerir tapið enn bitrara, sérstaklega í leik þar sem flestir, ef ekki allir, spáðu þeim sigri. En KA tók til sinna ráða, sýndi karakter og fer nú norður með þrjú mikilvæg stig.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 KA

Leikurinn var opinn og skemmtilegur en það vantaði mörkin í fyrri hálfleik og KA menn voru óheppnir að vera ekki hreinlega tveimur mörkum yfir í hálfleik. Jakob og Grímsi áttu báðir dauðfæri á 45. mínútu og í uppbótartíma.

„Þeir skora tvö mörk úr örfáum sóknum í leiknum. Það er eitthvað sem við verðum að vera betri í, og mér finnst lið fá of mikið fyrir of lítið á móti okkur"

Markahrókurinn mikli Eiður Gauti Sæbjörnsson næst markahæsti maður Bestu deildarinnar sá ekki til sólar í leiknum og þá er spurt var þetta KA vörninni að þakka eða gerði KR ekki nóg til að finna hann?

„Örugglega beggja blands. Ef glöggt er skoðað þá er ekkert grín að það standa þrír fullvaxta karlmenn í kringum þig á teignum og fá að faðma þig allan leikinn. En auðvitað liggur það líka hjá okkur, við þurfum að vera betri í að finna hann""

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner