Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Byrjunarlið Íslands - Glódís byrjar!
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís leiðir Ísland út á völlinn í kvöld.
Glódís leiðir Ísland út á völlinn í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Agla María kemur inn í liðið.
Agla María kemur inn í liðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, byrjar gegn Sviss í öðrum leiknum á Evrópumótinu í kvöld. Hún hefur verið að glíma við veikindi síðustu daga en er nógu klár til að byrja þennan leik.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir íslenska liðið en Glódís sneri bara aftur til æfinga í gær.

Annars eru bara tvær breytingar frá tapinu gegn Finnlandi. Dagný Brynjarsdóttir kemur inn fyrir Hildi Antonsdóttur sem er í banni og Agla María Albertsdóttir kemur inn fyrir Hlín Eiríksdóttur.

Byrjunarlið Íslands:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir


Athugasemdir
banner