Eintracht Frankfurt hefur fest kaup á framherjanum Jonathan Burkardt fyrir um 20 milljónir evra.
Burkardt var markahæsti Þjóðverjinn í efstu deild þýska boltans á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 18 mörk með Mainz.
Burkardt, sem verður 25 ára í næstu viku, kom í heildina að 22 mörkum í 30 leikjum með Mainz á síðustu leiktíð.
Hann gerir fimm ára samning við Frankfurt og á að fylla í skarðið sem Hugo Ekitike mun skilja eftir sig þegar hann verður seldur.
Burkardt á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Þýskaland eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin, þar sem hann skoraði 20 mörk í 42 leikjum.
Frankfurt endaði í þriðja sæti þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð og tekur því þátt í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í haust. Mainz endaði í sjötta sæti og tekur þátt í Sambandsdeildinni.
Frankfurt er einnig búið að kaupa Rasmus Kristensen úr röðum Leeds í sumar eftir að hann gerði flotta hluti á láni með liðinu á síðustu leiktíð.
Kristensen kom með beinum hætti að 10 mörkum í 43 leikjum með Frankfurt.
Jonny im Profil! ????
— Eintracht Frankfurt (@Eintracht) July 6, 2025
Das erste Eintracht-Trikot gab’s vor 21 Jahren, in Mainz schrieb Jonathan Burkardt Bundesligageschichte. Sieben Benchmarks aus sieben Jahren Profifußball.
Alles hier: https://t.co/VEzAwiwd5s#SGE pic.twitter.com/PX8ANBq8Uz
Athugasemdir