
Núna var að hefjast leikur Sviss og Íslands á Evrópumótinu. Leikið er í Bern í Sviss.
Það er uppselt á leikinn, um 30 þúsund manns á vellinum; þar af eru um 2 þúsund Íslendingar sem láta vel í sér heyra.
Það er uppselt á leikinn, um 30 þúsund manns á vellinum; þar af eru um 2 þúsund Íslendingar sem láta vel í sér heyra.
Fyrir leik var sett Evrópumet því um 14 þúsund manns tóku þátt í stuðningsmannagöngu frá miðborg Bern að leikvellinum, Stadium Wankdorf.
Aldrei hafa fleiri tekið þátt í stuðningsmannagöngu á Evrópumóti kvenna.
Athugasemdir