Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli búið að ná samkomulagi við PSV um kaupverð
Mynd: EPA
Napoli er að ganga frá kaupum á spennandi kantmanni úr röðum PSV Eindhoven.

Sá er hollenskur og heitir Noa Lang. Napoli greiðir 28 milljónir evra fyrir og heldur PSV prósentu af endursöluvirði leikmannsins.

Lang er 26 ára gamall og hefur spilað 14 A-landsleiki fyrir Holland. Hann er lykilmaður í liði PSV og kom að 26 mörkum í 44 leikjum á síðustu leiktíð.

Lang verður þriðji leikmaðurinn til að ganga í raðir Ítalíumeistara Napoli í sumar eftir Luca Marianucci og Kevin De Bruyne.

Hann mun berjast við David Neres, Cyril Ngonge og Matteo Politano um sæti í byrjunarliðinu hjá Antonio Conte.
Athugasemdir
banner