Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   mán 07. júlí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra í leik á EM í Sviss.
Alexandra í leik á EM í Sviss.
Mynd: EPA
„Sár, svekkt og leið. Það er svona það helsta. Erfitt að ná ekki markmiðum sínum," sagði landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Sviss í dag.

Landsliðið tapaði 0-2 gegn Sviss í gær í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Þar með er liðið úr leik.

„Í gær og dag getum við verið sárar, svekktar og leiðar. Svo þurfum við að setja nýtt markmið, að vinna leikinn gegn Noregi á fimmtudaginn."

Leikurinn í gær var betri en fyrsti leikurinn gegn Finnlandi, en það dugði ekki til. Var það mjög sárt fyrir leikmenn liðsins.

„Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var og hvernig stemningin var inn í klefanum. Við settum okkur stórt markmið fyrir mót en það komast ekki nema tvö lið upp úr riðlinum. Við erum ógeðslega svekktar þar sem við ætluðum okkur meira en þetta," sagði Alexandra.

Fer snemma að sofa í kvöld
Stelpurnar voru mættar seint upp á hótel í gærkvöldi þar sem leikurinn kláraðist um klukkan 23 að staðartíma. Þær náðu ekki miklum svefni áður en þær mættu á æfingu í dag.

„Ég er ekki sú ferskasta núna. Ég náði einhverjum fimm tímum eða eitthvað og fer snemma að sofa í kvöld," sagði Alexandra en hún segir vonbrigðin ekki meiri núna en á EM 2022 í Englandi þar sem liðinu mistókst einnig að fara upp úr riðlinum.

„Það voru líka ógeðslega mikil vonbrigði á síðasta móti og ógeðslega sárt núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira en það," sagði miðjumaðurinn.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner