
„Þetta er ótrúlega svekkjandi og leiðinlegt. Við ætluðum okkur miklu meira á þessu móti," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður landsliðsins, eftir 2-0 tap gegn Sviss í öðrum leik Evrópumótsins.
Ljóst er að Ísland er úr leik eftir tapið þegar einn leikur er eftir af riðlakeppninni.
Ljóst er að Ísland er úr leik eftir tapið þegar einn leikur er eftir af riðlakeppninni.
„Við áttum sigur skilið í dag og þess vegna er þetta ótrúlega svekkjandi. Það er líka svekkjandi að horfa til baka á tapið gegn Finnlandi."
Það var mjög þungt yfir liðinu þegar þær komu út í viðtöl eftir þetta tap.
„Þetta er mjög leiðinlegt þegar maður ætlar sér stóra hluti og það gengur ekki eftir. Við erum að fara að spila fyrir Ísland og þjóðina í næsta leik. Stuðningurinn er ótrúlegur og það er leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau," sagði Cecilía.
Markmiðið var skýrt, að fara upp úr riðlinum.
„Þetta er ótrúlega sárt. Markmiðið okkar var að fara upp úr riðlinum og við erum búnar að hugsa um það síðan við komumst á EM. Þess vegna er þetta ótrúlega, ótrúlega leiðinlegt."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir