
Þýska kvennalandsliðið er sigursælasta lið í sögu EM með átta titla. Liðið hefur hins vegar ekki unnið titilinn síðan árið 2013.
Liðið komst í úrslit á síðasta móti en tapaði gegn Englandi sem vann sinn fyrsta Evróputitil.
Liðið komst í úrslit á síðasta móti en tapaði gegn Englandi sem vann sinn fyrsta Evróputitil.
Þýskaland hóf leik á EM í Sviss á föstudaginn þar sem liðið vann Pólland 2-0.
Liðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þar sem fyrirliðinn Giulia Gwinn, sem er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Bayern, verður ekki meira með á mótinu.
Hún varð fyrir slæmum hnémeiðslum og verður fjarverandi næstu vikurnar.
Þýskaland er með Svíþjóð og Danmörku í riðli ásamt Póllandi. Liðið mætir Danmörku á þriðjudaginn og Svíþjóð á laugardaginn eftir viku en Þýskaland og Svíþjóð eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð.
Athugasemdir