Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Leikurinn fer seint af stað en við erum orðin vön því
Icelandair
EM KVK 2025
Frá æfingu Íslands í Thun á dögunum. Í kvöld spilar okkar stelpur við heimakonur í Sviss.
Frá æfingu Íslands í Thun á dögunum. Í kvöld spilar okkar stelpur við heimakonur í Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur Íslands og Sviss í kvöld mun hefjast klukkan 21:00 að staðartíma í kvöld. Þetta er annar leikur Íslands á Evrópumótinu í Sviss og mikilvægt að ná í sigur.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur engar áhyggjur af því hversu seint leikurinn hefst; liðið sé orðið vant að takast á við það.

„Við erum þokkalega vön því að spila svolítið seint," sagði Steini á fréttamannafundi í dag.

„Við höfum þurft að gera það nokkrum sinnum. Í sjálfu sér seinkum við einhverjum hlutum í undirbúningnum. Eftir svona leik æfum við seinni partinn daginn eftir. Í aðdraganda leiksins reynum við líka að leyfa leikmönnum að sofa lengur og allt það. Við færum dagskrána eitthvað til."

„Það hafa verið landsleikir hjá okkur núna í Frakklandi og á öðrum stöðum þar sem við höfum spilað seint. Það er ekkert vandamál tel ég og kannski hentar það okkur betur þar sem sólin er ekki á lofti. Ég held að það hjálpi okkur frekar en hitt," sagði Steini.
Athugasemdir
banner