Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Jhon Durán kominn til Fenerbahce (Staðfest)
Mynd: Al-Nassr
Tyrkneska stórveldið Fenerbahce er búið að staðfesta félagaskipti Jhon Durán til félagsins frá Al-Nassr.

Durán kemur á eins árs lánssamningi þar sem Fenerbahce borgar laun leikmannsins.

Það eru aðeins liðnir sex mánuðir síðan Durán var keyptur til Al-Nassr fyrir 77 milljónir evra en framherjanum líður ekki vel í Sádi-Arabíu.

Durán skoraði 12 mörk í 18 leikjum með Al-Nassr en hann er aðeins 21 árs gamall.

José Mourinho, þjálfari Fenerbahce, vildi ólmur fá Durán til félagsins og var leikmaðurinn efstur á óskalistanum. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur inn í sumar eftir að Sofyan Amrabat var keyptur frá Fiorentina.


Athugasemdir
banner