Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   sun 06. júlí 2025 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Icelandair
EM KVK 2025
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
Stelpurnar okkar mæta Sviss í kvöld.
Stelpurnar okkar mæta Sviss í kvöld.
Mynd: EPA
„Þetta er stórkostlegt í alla staði. Sviss er frábært land og að fá þetta tækifæri að fylgja stelpunum okkar eftir er einstakt. Það er alltaf gaman að fylgja íslensku landsliðunum en það er eitthvað í loftinu. Horfðu bara yfir þetta allt saman," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, við Fótbolta.net í dag.

Hún er mætt til Sviss að styðja stelpurnar okkar á EM. Í kvöld er leikur númer tvö gegn heimakonum í Sviss og er mikilvægt að ná í góð úrslit þar til að eiga möguleika á því að fara áfram.

„Það er eftirvænting að sjá hvernig leikurinn fer en ég er full bjartsýni," sagði Þorgerður. „Það er stórkostlegt að sjá hvernig stelpurnar eru að tækla ýmsa hluti. Auðvitað er þetta brekka en það er þannig sem þær verða bara sterkari."

„Ég held að það mættu margir fleiri taka þær til fyrirmyndar."

Þorgerður segist stressuð fyrir leiknum, eins og alltaf fyrir leiki Íslands. Hún segist þó nokkuð sannfærð um að þær vinni leikinn.

„Neglurnar eru búnar. Það er iðulega þannig þegar Ísland er að keppa, hvort sem það er í handbolta eða fótbolta. Þetta verður góður dagur. Það er fínt veðrið, aðeins að kólna. Allt umhverfið er alveg eins okkur í hag. Ég var að heyra það áðan að þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumót kvenna er að skila hagnaði og skipulagið hér er allt til fyrirmyndar. Maður finnur það þegar maður kemur á svæðið að það er verið að gera þetta eins og best gerist. Þetta er til mikillar fyrirmyndar en fyrst og síðast verða stelpurnar alltaf stelpurnar okkar," sagði Þorgerður.

„Þær eru kveikjan að svo mörgu góðu hjá alls konar fólki. Ég hvet þær til dáða, áfram Ísland."

Það verða 30 þúsund manns á vellinum í kvöld en þar af eru 2000 Íslendingar. Hvernig mun ganga fyrir okkar fólk að hafa vinninginn í stúkunni í kvöld?

„Ég hef alveg upplifað það verra. Ég held að þær finni að við erum með þeim af lífi og sál. Að senda þannig strauma til þeirra mun hjálpa þeim langt. Þær eru hæfileikaríkar og eru með andlega og líkamlegu hliðina í toppstandi. Þær eru einfaldlega bestar," sagði Þorgerður Katrín.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner