Nýliðar Sunderland hafa lánað franska miðjumanninn Adil Aouchiche til Aberdeen í Skotlandi.
Aouchiche er 22 ára gamall og verið á mála hjá Sunderland síðastliðin tvö ár.
Hann hefur spilað 38 leiki í öllum keppnum með liðinu og komið að sex mörkum, en ekki náð að brjóta sér leið inn í liðið.
Sunderland, sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildina í vor, hefur nú lánað hann til Aberdeen út leiktíðina og getur skoska félagið fest kaup á honum á meðan lánsdvölinni stendur.
Aouchiche var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður Frakklands og á enn metið sem yngsti markaskorari Paris Saint-Germain í franska bikarnum.
Hann á 48 leiki og 21 mark fyrir öll yngri landslið Frakklands, og var mikið í hann spunnið, en það er ekki öll von út fyrir hann að komast á toppinn, enda kornungur enn.
Adil Aouchiche has completed a loan move to Scottish Premiership side Aberdeen.
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) July 6, 2025
Best of luck, Adil! ????
Athugasemdir