
„Þetta er svekkelsi. Það er einn leikur eftir og það er áfram gakk," sagði landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsson er hún ræddi við Fótbolta.net í dag.
Hún segir það hafa erfitt að taka því að vera úr leik á Evrópumótinu eftir tap gegn Sviss í gær.
Hún segir það hafa erfitt að taka því að vera úr leik á Evrópumótinu eftir tap gegn Sviss í gær.
„Þetta var mjög erfitt og þungt yfir. Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi."
„Það var mjög þungt yfir en við höfum hvor aðra og við þurfum að hjálpa hvor annarri að stíga aftur upp og halda áfram með lífið. Svona er fótboltinn."
Hafrún kom við sögu í sínum fyrsta leik á stórmóti í gær er hún kom inn á sem varamaður gegn Sviss. Hún var á því að leikurinn í gær hefði getað dottið öðru hvoru megin og það hafi ekki verið mikið sem hafi skilið liðin að.
„Fyrir mig var þetta mjög stórt og gaman. Það er gaman að spila fótbolta þegar það er svona mikið af áhorfendum," sagði Hafrún en það voru 30 þúsund manns á leiknum í gær. „Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður. Það hefði verið frábært að klára leikinn."
Athugasemdir