Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   mán 07. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Icelandair
EM KVK 2025
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er svekkelsi. Það er einn leikur eftir og það er áfram gakk," sagði landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsson er hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Hún segir það hafa erfitt að taka því að vera úr leik á Evrópumótinu eftir tap gegn Sviss í gær.

„Þetta var mjög erfitt og þungt yfir. Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi."

„Það var mjög þungt yfir en við höfum hvor aðra og við þurfum að hjálpa hvor annarri að stíga aftur upp og halda áfram með lífið. Svona er fótboltinn."

Hafrún kom við sögu í sínum fyrsta leik á stórmóti í gær er hún kom inn á sem varamaður gegn Sviss. Hún var á því að leikurinn í gær hefði getað dottið öðru hvoru megin og það hafi ekki verið mikið sem hafi skilið liðin að.

„Fyrir mig var þetta mjög stórt og gaman. Það er gaman að spila fótbolta þegar það er svona mikið af áhorfendum," sagði Hafrún en það voru 30 þúsund manns á leiknum í gær. „Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður. Það hefði verið frábært að klára leikinn."
Athugasemdir