Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   mán 07. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Grannaslagir í efstu deildum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru sex leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem veislan hefst um kvöldmatarleyti.

FH tekur á móti Stjörnunni í eina leik kvöldsins í Bestu deild karla á sama tíma og Grindavík spilar við Keflavík í Lengjudeildinni. Hér er um tvo nágrannaslagi að ræða.

FH og Stjarnan eigast við í síðasta leik fjórtándu umferðar deildartímabilsins en heimamenn í liði FH sitja í næstneðsta sæti sem stendur, með 14 stig.

Stjarnan er í efri hluta deildarinnar, sex stigum fyrir ofan Hafnfirðinga.

Í Lengjudeildinni eru fjögur stig sem skilja Keflavík að frá Grindavík er liðin mætast í lokaleik elleftu umferðar. Grindavík er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti sem stendur.

Þá er áhugaverður leikur á dagskrá í Fótbolta.net bikarnum, þar sem KFS og Vængir Júpíters eigast við í lokaleik fyrstu umferðar. Sigurvegarinn mætir Gróttu í 16-liða úrslitum.

Að lokum eru þrír leikir á dagskrá í 5. deildunum.

Besta-deild karla
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

Lengjudeild karla
19:15 Grindavík-Keflavík (Stakkavíkurvöllur)

5. deild karla - A-riðill
20:00 Léttir-Reynir H (ÍR-völlur)
20:00 Uppsveitir-Smári (Probyggvöllurinn Laugarvatni)

5. deild karla - B-riðill
20:00 SR-Úlfarnir (Þróttheimar)

Fótbolti.net bikarinn
18:00 KFS-Vængir Júpiters (Týsvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
2.    Valur 15 9 3 3 39 - 20 +19 30
3.    Víkingur R. 15 9 3 3 27 - 16 +11 30
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
6.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner