
Núna styttist heldur betur í leik Íslands og Sviss á Evrópumótinu.
Stelpurnar okkar eru mættar á Wankdorf Stadium í Bern og gengu út á völlinn núna áðan. Þær fara svo í upphitun fljótlega og hefst leikurinn á slaginu 19:00.
Stelpurnar okkar eru mættar á Wankdorf Stadium í Bern og gengu út á völlinn núna áðan. Þær fara svo í upphitun fljótlega og hefst leikurinn á slaginu 19:00.
Lestu um leikinn: Sviss 2 - 0 Ísland
Stelpurnar skörtuðu sínu fínasta þegar þær yfirgáfu liðshótel sitt í Gunten fyrir leikinn eins og sjá má á myndunum sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum sínum.
Fyrir mótið í Sviss fengu stelpurnar í landsliðinu dragtir frá Andrá Reykjavík. Dragtin er hönnuð af Steinunni Hrólfsdóttur og er sérsaumuð fyrir leikmenn landsliðsins. Hver jakki er persónulegur – innan í honum er nafn og númer leikmannsins handsaumað með rauðum þræði. Litirnir eru svo lágstemmd tilvísun í íslensku fánalitina.
Hér fyrir neðan má sjá færsluna frá KSÍ fyrir leikinn.
Athugasemdir