West Ham hafnaði 50 milljón punda tilboði Tottenham í Mohammed Kudus, leikmann West Ham.
Breskir fjölmiðlar greina frá þessu en Kudus er staðráðinn í að yfirgefa West Ham og ganga ti lliðs við Tottenham.
Breskir fjölmiðlar greina frá þessu en Kudus er staðráðinn í að yfirgefa West Ham og ganga ti lliðs við Tottenham.
Ensk félög eiga möguleika á að kaupa Kudus fyrir 85 milljónir punda en það tilboð er á borðinu til 10. júlí. Þá geta félög í Sádi-Arabíu keypt hann fyrir 120 milljónir punda.
Félagið þarf að selja leikmenn til að geta bætt við sig leikmönnum í sumar og er Kudus líklegastur til að yfirgefa félagið.
Kudus gekk til liðs við West Ham frá Ajax árið 2023 fyrir tæplega 40 milljónir punda. Hann skoraði 18 mörk og lagði upp tíu á sínu fyrsta tímabili. Á síðasta tímabili gekk alls ekki eins vel en hann skoraði fimm mörk og lagði upp fjögur.
Athugasemdir