Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 11:06
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham áfram í viðræðum við West Ham
Mynd: EPA
Tottenham mun halda áfram í viðræðum við West Ham næstu daga um Ganamanninn Mohammed Kudus. BBC og Sky Sports greina frá.

Samkvæmt miðlunum lagði Tottenham fram 50 milljóna punda tilboð í Kudus sem var hafnað umsvifalaust.

Kudus, sem er 24 ára gamall, er samningsbundinn til 2028 og á Tottenham möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

West Ham er að gera ráð fyrir öðru tilboði frá Tottenham, en fleiri félög hafa áhuga og er talið að Chelsea sé einnig að íhuga að leggja fram tilboð.

Sky Sports segir að Kudus sé opinn fyrir því að fara til Tottenham og að það verði ekkert vandamál að semja um kaup og kjör.

Kudus vill spila í Evrópukeppni á næsta tímabili og Tottenham getur boðið honum það eftir að hafa unnið Evrópudeildina í lok síðustu leiktíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner