Belgíski kantmaðurinn Leandro Trossard er búinn að skipta um umboðsteymi.
Trossard er búinn að skrifa undir hjá DW Sports Management, sem sér einnig um samninga hjá leikmönnum á borð við Wesley Fofana, Elye Wahi og Arthur Theate.
Stór hluti skjólstæðinga DW Sports Management eru tyrkneskir, afrískir og arabískir leikmenn sem margir hverjir spila í Tyrklandi.
Talið er að Trossard vilji skipta yfir til Fenerbahce í sumar til að spila þar undir stjórn José Mourinho.
Trossard er aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann er 30 ára gamall og kom að 20 mörkum í 56 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir