
Daði Berg Jónsson er U19 landsliðsmaður sem var algjör lykilmaður í mjög öflugri byrjun Vestra á Íslandsmótinu.
Daði Berg Jónsson hefur verið frábær með Vestra á láni frá Víkingum á þessu tímabili. Daði byrjaði mótið sérstaklega vel og Vestramenn hafa fundið fyrir því í síðustu leikjum að hann hefur verið fjarri góðu gamni.
Það styttist í að félagaskiptaglugginn opnist og þá gæti Víkingur kallað sinn mann til baka úr láninu. Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, í dag.
Það styttist í að félagaskiptaglugginn opnist og þá gæti Víkingur kallað sinn mann til baka úr láninu. Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, í dag.
„Það er umræða sem við þurfum að eiga, alveg klárlega er það eitthvað sem við erum að skoða. Daði er búinn að standa sig frábærlega og við vitum alveg 100% hver hans gæði og kostir eru. Hvort það verði gert, það verður aðeins að koma í ljós. Ég og Sölvi Geir munum ræða þetta fram og til baka þegar við förum saman til Kósovó í fyrramálið," segir Kári en Víkingar eru á leið í leik gegn FC Malisheva í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvíginu fer fram ytra á fimmtudag.
Sérðu fyrir þér að þið gætuð tekið ákvörðun seint í glugganum varðandi hvort Daði verði kallaður aftur í Víkina?
„Það fer svolítið eftir því hvernig hlutirnir spilast, en ég reikna nú með því að gera það fyrr heldur en seinna. Við þurfum bara að taka ákvörðun, af eða á, þetta er bara já eða nei í grunninn."
„Þjálfarinn verður að vera inn í þessari ákvörðun líka, og hvernig hann sér hann. Við vitum alveg hans bestu stöðu á vellinum. Hann getur leyst margar stöður, við förum bara yfir þetta í rólegheitum og skoðum þetta."
Um Óttar Magnús
Voru einhverjar pælingar að Óttar Magnús Karlsson kæmi heim í þessum glugga?
„Já já, við skoðuðum það alveg. Óttar ákvað að vera áfram úti."
Óttar er sagður vera að ganga í raðir Renate á Ítalíu, en hann lék með SPAL í vetur. Bæði lið eru í ítölsku C-deildinni.
Eruð þið að skoða sóknarmann, eða er Óskar Borgþórsson að tikka í það box?
„Við skoðum allt, en við erum komnir með mjög stóran hóp. Það þyrfti einhver að fara út á móti."
Um Birni Snæ
Það er endalaus saga um mögulega heimkomu Birnis Snæs Ingasonar frá Halmstad. Eruð þið að skoða það?
„Við skoðum það auðvitað, við vitum ekki hvað Birnir vill gera með sig, hann á nóg eftir af samningi, við verðum bara að sjá til hvað hann ákveður að gera strákurinn."
„Þetta yrði alltaf hans ákvörðun og hvort að Halmstad vilji sleppa honum, hann er á samningi."
Einhver yrði að fara út á móti - Þrír miðjumenn meiddir
Að öllu óbreyttu, enginn fer út í glugganum, sjáið þið fyrir ykkur að þið viljið taka inn mann?
„Ekki nema einhver fari út á móti, við erum það margir. Pablo, Aron Elís og Matti eru frá, þetta eru engin smá nöfn, það eru fáir leikmannahópar sem gætu ráðið við það að missa Matta Vill, Aron og Pablo, og svo er Stígur meiddur líka. Það segir til um hversu sterkur leikmannahópur er. Ef við ætlum að fara bæta einhverju miklu við, þá er auðséð að einhver þarf að fara út á móti." segir Kári.
„Það er nokkuð um meiðsli, en erum samt að halda sjó. Auðvitað liggjum við undir mikilli gagnrýni, en við erum samt efstir í deildinni og værum fimm stigum á undan ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum færum úti í Eyjum."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 13 | 6 | 2 | 5 | 24 - 24 | 0 | 20 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
8. KR | 14 | 4 | 4 | 6 | 35 - 36 | -1 | 16 |
9. ÍBV | 14 | 4 | 3 | 7 | 13 - 21 | -8 | 15 |
10. KA | 14 | 4 | 3 | 7 | 14 - 26 | -12 | 15 |
11. FH | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 19 | 0 | 14 |
12. ÍA | 14 | 4 | 0 | 10 | 15 - 32 | -17 | 12 |
Athugasemdir