
Noregur 2 - 1 Finnland
1-0 Eva Nystrom ('3 , sjálfsmark)
1-1 Oona Sevenius ('32 )
2-1 Caroline Hansen ('84 )
1-0 Eva Nystrom ('3 , sjálfsmark)
1-1 Oona Sevenius ('32 )
2-1 Caroline Hansen ('84 )
Noregur er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðli okkar Íslendinga á Evrópumótinu.
Þær mættu Finnlandi í dag, liðinu sem vann Ísland í fyrstu umferð, og komust yfir snemma leiks - eftir aðeins þrjár mínútur skoraði Finnland sjálfsmark.
Finnar unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu þegar um hálftími var liðinn. Staðan var 1-1 í hálfleik.
Noregur átti ekki sinn besta leik, eins og gegn Sviss, en þær eru með einn besta leikmann í heimi í sínum röðum, Caroline Graham Hansen, og hún gerði sigurmarkið í lokin. Fyrirgjöf hennar fór þá í stöngina og inn.
Noregur er með sex stig og Finnland þrjú stig. Svo mætast Ísland og Sviss klukkan 19:00 en bæði þessi lið eru án stiga.
Athugasemdir