
Cajuste, sem á 25 landsleiki að baki fyrir Svíþjóð, gerði flotta hluti á láni með Ipswich á síðustu leiktíð.
Sænski landsliðsmaðurinn Jens Cajuste fer ekki aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar þrátt fyrir sterka orðróma.
Burnley, Crystal Palace og Ipswich voru meðal áhugasamra félaga en tyrkneska stórveldið Besiktas er búið að vinna kapphlaupið.
Besiktas fær Cajuste á eins árs lánssamningi með kaupskyldu sem virkjast ef ákveðnum skilyrðum verður mætt.
Tyrkneska félagið greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og hljóðar kaupskyldan upp á 6,5 milljónir til viðbótar.
Ítalíumeistarar Napoli hafa gefið Cajuste leyfi til að ferðast til Tyrklands, þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning.
Athugasemdir