Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace að kaupa króatískan landsliðsmann
Mynd: EPA
Crystal Palace er nálægt því að ganga frá kaupum á króatíska vængbakverðinum Borna Sosa.

Palace borgar aðeins um 4 milljónir evra til að kaupa hann úr röðum Ajax í Hollandi.

Sosa er 27 ára gamall og lék fyrir Dinamo Zagreb og Stuttgart áður en hann gekk til liðs við Ajax fyrir tveimur árum. Hann lék með Torino á láni í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð.

Sosa var algjör lykilmaður upp yngri landslið Króata þar sem hann lék 56 leiki fyrir yngri liðin áður en hann tók stökkið upp í A-landsliðið. Þar hefur hann spilað 26 leiki og unnið til bronsverðlauna á HM 2022 og silfurverðlauna í Þjóðadeildinni 2023.
Athugasemdir
banner