
Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson er mættur til Sviss að styðja íslenska landsliðið. Segja má að hann eigi tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu þar sem hann þjálfaði bæði Natöshu Anasi og Sveindísi Jane Jónsdóttur í Keflavík fyrir nokkrum árum síðan. Núna eru þær báðar í landsliðinu á EM.
Gunnar Magnús stýrði Keflavík með góðum árangri frá 2016 til 2022 en Fótbolti.net náði tali af honum fyrir utan Wankdorf Arena þar sem leikur Íslands og Sviss fer fram.
Gunnar Magnús stýrði Keflavík með góðum árangri frá 2016 til 2022 en Fótbolti.net náði tali af honum fyrir utan Wankdorf Arena þar sem leikur Íslands og Sviss fer fram.
„Það er geggjað að fá svona stóran leikvang, stóran viðburð. Við verðum í einhverju minnihluta en það mun heyrast vel í íslensku stuðningsmönnunum. Þetta verður bara stuð og stemning vonandi," sagði Gunnar Magnús.
„Við verðum að vinna þennan leik og ég hef trú á því að við tökum þetta."
Um Natöshu og Sveindísi sagði hann:
„Það er virkilega gaman. Þetta er þriðja Evrópumótið í röð sem ég fer á. Það kryddar þetta að vera með Sveindísi og Natöshu í liðinu. Á síðasta móti var Sveindís en núna eru þær báðar."
Þegar þú varst að þjálfa þær í Keflavík, sástu það fyrir að þær yrðu hér í dag?
„Þegar Tash var í Keflavík þá var hún að vinna í ríkisborgararétti. Maður hafði trú á því allan tímann (að hún kæmist í landsliðið) þar sem það eru svo mikil gæði í Natöshu. Eftir að hún fór frá Keflavík hefur þetta gengið betur hjá henni. Sveindís er með þennan X-faktor, þennan hraða og maður átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum einn daginn."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir