Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   sun 06. júlí 2025 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Icelandair
EM KVK 2025
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha og Sveindís.
Natasha og Sveindís.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson er mættur til Sviss að styðja íslenska landsliðið. Segja má að hann eigi tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu þar sem hann þjálfaði bæði Natöshu Anasi og Sveindísi Jane Jónsdóttur í Keflavík fyrir nokkrum árum síðan. Núna eru þær báðar í landsliðinu á EM.

Gunnar Magnús stýrði Keflavík með góðum árangri frá 2016 til 2022 en Fótbolti.net náði tali af honum fyrir utan Wankdorf Arena þar sem leikur Íslands og Sviss fer fram.

„Það er geggjað að fá svona stóran leikvang, stóran viðburð. Við verðum í einhverju minnihluta en það mun heyrast vel í íslensku stuðningsmönnunum. Þetta verður bara stuð og stemning vonandi," sagði Gunnar Magnús.

„Við verðum að vinna þennan leik og ég hef trú á því að við tökum þetta."

Um Natöshu og Sveindísi sagði hann:

„Það er virkilega gaman. Þetta er þriðja Evrópumótið í röð sem ég fer á. Það kryddar þetta að vera með Sveindísi og Natöshu í liðinu. Á síðasta móti var Sveindís en núna eru þær báðar."

Þegar þú varst að þjálfa þær í Keflavík, sástu það fyrir að þær yrðu hér í dag?

„Þegar Tash var í Keflavík þá var hún að vinna í ríkisborgararétti. Maður hafði trú á því allan tímann (að hún kæmist í landsliðið) þar sem það eru svo mikil gæði í Natöshu. Eftir að hún fór frá Keflavík hefur þetta gengið betur hjá henni. Sveindís er með þennan X-faktor, þennan hraða og maður átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum einn daginn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner