Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Stoltir að hafa landað Zubimendi - „Risastórt augnablik á mínum ferli“
Mynd: Arsenal
Arsenal staðfesti komu spænska miðjumannsins Martin Zubimendi fyrr í dag og er mikil ánægja innan félagsins með að hafa landað þessum gæðamikla leikmanni.

Zubimendi, sem varð Evrópumeistari með Spánverjum á síðasta ári, gekk í raðir Arsenal frá Real Sociedad.

Aðilarnir náðu samkomulagi í mars og var hann kynntur hjá félaginu í dag.

Leikmaðurinn er í skýjunum með að hafa gengið frá samkomulagi við enska félagið.

„Þetta er risastórt augnablik á mínum ferli. Þetta eru skiptin sem ég var að leita að og skrefið sem ég vildi taka. Um leið og þú stígur hingað inn áttar þú þig á því hversu stórt félagið og liðið er.“

„Ég valdi Arsenal út af leikstílnum og sem hentar mér best. Undanfarið hafa þeir sýnt hvað fram á hvað sé mögulegt hér og eru enn betri tímar framundan,“
sagði Zubimendi.

Andrea Berta, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, er maðurinn á bak við kaupin, en hann er að rifna úr stolti yfir því að hafa fengið hann til félagsins.

„Við erum svo ánægðir með að hafa tekist að fá Martin til Arsenal og erum mjög stoltir að hafa klárað þessi kaup. Martin var eitt af okkar helstu skotmörkum og við vitum öll að hann hentar fullkomlega inn í hópinn enda hágæða leikmaður.“

„Við bjóðum Martin og fjölskyldu hans velkomin til félagsins og hlökkum við mikið til þess að hann aðlagist liðsfélögum sínum, og er um spenntir að sjá hann spila í Arsenal-treyjunni.“


Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir Zubimendi koma með mikil gæði inn í hópinn.

„Martin er leikmaður sem kemur með svakaleg gæði og fótboltagáfur inn í liðið. Hann mun passa vel inn í hópinn og hefur alla eiginleika til þess að verða lykilmaður fyrir okkur.“

„Gæðastaðallinn í frammistöðu hans síðustu ár með félagsliði og landsliði er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við séum svona spenntir að hafa hann hjá okkur,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner