Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   sun 06. júlí 2025 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Icelandair
EM KVK 2025
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hræðilega, mér líður ömurlega. Við berjumst eins og ljón í fyrri hálfleik en síðan dettur þetta bara ekki með okkur. Röð atvika í síðari hálfleik þar sem við náum ekki að skapa nógu góð færi og svo skora þær tvö mörk. “

Sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands meyr eftir 2-0 tap Íslands gegn heimakonum í Sviss á EM þar í landi fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 2 -  0 Ísland

Leikurinn var lengi vel í járnum og liðin skiptust á höggum og ómögulegt að sjá mun á milli liða. Um það sagði Ingibjörg.

„Við vorum alveg í hálfleik að við værum með þetta og við ætlum að vinna þennan leik. En þetta er ekki okkar dagur í dag, stöngin út. En við verðum siðan að segja það að Sviss eru bara ótrúlega góðar og kannski erfitt að segja það betri en við. En þá þurfum við bara að verða betri. “

Framundan er leikur gegn Noregi þar sem Íslenska liðið leikur aðeins upp á stoltið enda fallið úr leik eftir tap kvöldsins. Verður erfitt að fara inn í þann leik?

„Auðvitað er það erfitt en við ætlum bara að fokking vinna Noreg. Ég nenni þeim ekki lengur. Við spilum fyrir stoltið og þá frábæru áhorfendur sem eru hérna og þeir eiga skilið að fá sigur.“

Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner