Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   sun 06. júlí 2025 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Icelandair
EM KVK 2025
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hræðilega, mér líður ömurlega. Við berjumst eins og ljón í fyrri hálfleik en síðan dettur þetta bara ekki með okkur. Röð atvika í síðari hálfleik þar sem við náum ekki að skapa nógu góð færi og svo skora þær tvö mörk. “

Sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands meyr eftir 2-0 tap Íslands gegn heimakonum í Sviss á EM þar í landi fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 2 -  0 Ísland

Leikurinn var lengi vel í járnum og liðin skiptust á höggum og ómögulegt að sjá mun á milli liða. Um það sagði Ingibjörg.

„Við vorum alveg í hálfleik að við værum með þetta og við ætlum að vinna þennan leik. En þetta er ekki okkar dagur í dag, stöngin út. En við verðum siðan að segja það að Sviss eru bara ótrúlega góðar og kannski erfitt að segja það betri en við. En þá þurfum við bara að verða betri. “

Framundan er leikur gegn Noregi þar sem Íslenska liðið leikur aðeins upp á stoltið enda fallið úr leik eftir tap kvöldsins. Verður erfitt að fara inn í þann leik?

„Auðvitað er það erfitt en við ætlum bara að fokking vinna Noreg. Ég nenni þeim ekki lengur. Við spilum fyrir stoltið og þá frábæru áhorfendur sem eru hérna og þeir eiga skilið að fá sigur.“

Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner